Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. október. 2010 02:43

Ætlar að færa út kvíarnar á Skriðulandi

„Hérna eins og víða annarsstaðar hefur dreifbýlisverslunin verið að gefa eftir og færast yfir í stórmarkaðina. Starfsemin hjá mér hefur verið meiri í veitingasölunni seinni árin. Þar og í ferðaþjónustunni virðist eftirspurnin vera meiri og ég hef ákveðið að bregðast við því,“ segir Dóróthea Sigvaldadóttir sem í rúm tíu ár hefur starfrækt verslun og greiðasölu á Skriðulandi í Saurbæ, þar sem um árabil var rekin kaupfélagsverslun. Dóróthea er nú að ráðast í stórframkvæmd, ætlar að koma upp gistiaðstöðu fyrir um 35 manns og stefnir á að taka hluta hennar í notkun um næstu áramót.

 

 

 

„Síðasta sumar var það besta frá því ég byrjaði. Mikil aukning frá sumrinu áður og það var nóg að gera fyrir fjórar til fimm manneskjur hér að hafa undan. Ég fór upp klukkan sjö á morgnana og var að til miðnættis. Þetta var mikil törn og kærkomið þegar ég komst í ferðalag til Noregs í lok sumars.“ Dóróthea segir að seinni árin hafi veitingareksturinn tekið meiri pláss í húsnæðinu, enda hefur verslunin á sama tíma verið að dragast saman. Nú versli hún mest með algengustu dagvöru og hannyrðavöru sem seljist vel þessi misserin.

 

Sjá nánar spjall við Dórótheu í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is