Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. október. 2010 09:01

Fyrnagóð Hausthátíð að baki

Hin árlega Hausthátíð Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu fór fram um helgina. Þétt og viðamikil dagskrá stóð frá nónbili á föstudegi, þegar lambhrútasýning var í norðurhólfi, og fram á aðfararnótt sunnudags þegar dansleik með Hvanndalsbræðrum lauk í Dalabúð. Mikið fjölmenni var í Dalabúð þegar hin árlega sviðaveisla fór fram. Guðni Ágústsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra var veislustjóri og fór á kostum. Auk hans steig Árni Johnsen alþingismaður á svið og stýrði fjöldasöng en mest var þó hlegið þegar hagyrðingar fóru á kostum í pallborði. Geirmundur Valtýsson og hans menn léku síðan fyrir dansi fram á nótt. Á laugardeginum var lambhrútasýning í suðurhólfi og opna hrútamótið í knattspyrnu að Laugum. Þá opnuðu bændur á Stóra Vatnshorni og Stórholti fjárhús sín fyrir gestum.

Helstu úrslit

Í Reiðhöllinni í Búðardal var vélasýning, markaður, prjónasamkeppni og keppni um best tamda heimaalninginn, sem Jón Egill Jóhannsson á Skerðingsstöðum reyndist eiga. Hápunktur dagsins var þó Íslandsmeistaramótið í rúningi þar sem Julio Cesar Gutierrez frá Hávarsstöðum í Hvalfjarðarsveit varði titil sinn en hann hefur sigrað í keppninni frá upphafi.

Helstu niðurstöður í öðrum keppnisgreinum urðu þessar: Í flokki mislitra og ferhyrndra hrúta sigraði mórauður hyrndur hrútur nr. 23 frá Leiðólfsstöðum í Laxárdal. Í flokki kollóttra hrúta sigraði lamb nr. 49 frá Dunki í Hörðudal. Í flokki hyrndra hrúta sigraði lamb nr. 118 frá Rauðbarðarholti í Hvammssveit. Var hann jafnframt dæmdur besti hrútur keppninnar. Besta ærin var dæmd 05-513 á Háafelli í Miðdölum.  Prjónasamkeppnina vann Aldís Ósk Sigvaldadóttir kaupakona á Gillastöðum.

 

Hausthátíð Dalamanna var mjög vel heppnuð og fjöldi gesta var mikill. Til marks um það er talið að fulltrúar úr öllum sýslum landsins hafi þar verið á ferð um helgina.

 

Önnur úrslit og fjöldi mynda Björns Antons Einarssonar ljósmyndara frá Hausthátíð birtist í Skessuhorni sem kemur út nk. miðvikudag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is