Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. október. 2010 07:01

Fjármögnun trygg í næsta áfanga Höfða

Stjórnir bæði Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar hafa samþykkt að veita fjármunum í samræmi við eignarhluta sína í byggingu næsta áfanga Dvalarheimilisins Höfða. Sá áfangi er bygging tíu einstaklingsíbúða og verður þar með útrýmt tvíbýlum á Höfða. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar framkvæmdastjóra verður þegar í stað ráðist í hönnunarvinnu vegna byggingarinnar. „Við vonumst til að hægt verði að bjóða verkið út um áramót og byggingin verði komin í notkun í lok næsta árs. Okkur er þegar farið að vanta þessi pláss þar sem erfitt er orðið að fá fólk til að flytja inn í tvíbýlin sem fyrir eru á Höfða,“ segir Guðjón.

 

 

 

Væntanleg bygging mun rísa vestan innkeyrslunnar að Höfða út frá elstu byggingu dvalarheimilisins í átt að Innnesveginum. Hún verður um 800 fermetrar á einni hæð. Framkvæmdasjóður aldraðra mun greiða 40% byggingarkostnaðar og hefur samþykkt 113,3 milljóna króna fjárveitingu í verkið. Nú stendur sem kunnugt er yfir stækkun þjónusturýma við Höfða, en enn er nokkuð í að sú bygging verði fokhald. Kostnaður við þá framkvæmd í heild er áætlaður yfir 250 milljónum króna. Stækkun þjónusturýmis í Höfða er heldur minni framkvæmd en bygging einbýlanna, að sögn Guðjóns Guðmundssonar framkvæmdastjóra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is