Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
24. október. 2010 05:21

Karlar ætla að sýna lit

Í umræðu, aðgerðum  og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna hafa karlar oft verið lítt sýnilegir.  Þetta er þó ekki til marks um að karlmenn styðji ekki almennt jafnréttisbaráttuna. Þvert á móti eru langflestir karlmenn jafnréttissinnar og vilja leggja sitt að mörkum að byggja upp réttlátt og sanngjarnt þjóðfélag. Í tilefni að Kvennafrídeginum á morgun, 25. október ætla karlar á Ísafirði og víðar að sýna að þeir styðja jafnréttisbaráttuna með því að klæðast einhverju rauðu þennan dag, hvort sem það er rautt bindi, hattur, bolur, skyrta eða hvaðeina.  Þetta gera þeir undir slagorðinu - Karlar sýna lit.

Á meðfylgjandi mynd má meðal annars sjá Daníel Jakobsson bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, Guðjón Þorsteinsson, Benedikt Sigurðsson þjálfara í Bolungarvík, Guðna Einarsson Suðureyri og Guðmund Hjaltason tónlistarmann á Ísafirði svo einhverjir séu nefndir. Þeir ætla að klæðast rauðu á kvennafrídaginn og hvetja aðra karla út um allt land eða allan heim þess vegna til að taka þátt.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is