Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
25. október. 2010 11:52

Ólíkindalegur gamanleikur - Leikdómur

Nú þegar Skagaleikflokkurinn var að taka til starfa að nýju eftir þriggja ára hlé, var trúlega mikilvægara en oftast áður að vanda til verkefnavalsins. Eftir að hafa horft á frumsýningu á Fiskum á þurru landi í Artichúsinu við Vesturgötu sl. föstudag er ekki annað að sjá en vel hafi heppnast við val á leikriti. Þessi sýning Skagaleikflokksins er mjög skemmtileg, frá upphafi til enda, og leikurinn stendur virkilega vel fyrir undirtitlinum - ólíkinda gamanleikur.

Það skemmtilega við þetta verk að það er bæði svolítið gamaldags og líka nýtískulegt. Bak við þennan skopspegil sem þarna birtist á sviðinu allan tímann, er í raun hárbeitt ádeila. Reyndar á íslenskt þjóðfélag eins og það var orðið fyrir hrun og að því er virðist að við séum hreint ekki laus út úr ennþá. Þarna er augunum beint að þessari gegndarlausa dýrkun á mammon, rétt eins og hægt sé að kaupa fyrir hana lífshamingjuna.

 

 

 

Þau eru ýmis skemmtilegu „kommentin“ sem fljúga frá persónunum fjórum í sýningunni. Þarna er til dæmis minnst á „laginn tilfærslumann“. Áhorfendur á sýningunni hafa þá áreiðanlega hugleitt að ansi eigum við nú mikið af  þessum lögnu tilfærslumönnum.

 

Skagaleikflokkurinn á heiður skilinn fyrir þessa frábæru sýningu. Leikararnir allir, Hafdís Bergsdóttir, Gunnar Sturla Hervarsson, Guðmundur Claxton og ekki síst Þórdís Ingibjartsdóttir, fara gjörsamlega á kostum og standa sig eins og besta fagfólk. Það er alveg óhætt að mæla með þessari sýningu Skagaleikflokksins.

 

Þórhallur Ásmundsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is