Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2010 10:01

Snæfell vann Ísfirðinga í miklum skotleik

Það var ekki varnarleikurinn sem einkenndi leik Snæfells og Ísfirðinga þegar þeir áttust við í IE-deildinni í körfubolta í Stykkishólmi í gærkveldi. Gríðarlega mikið var skorað í leiknum sem lauk með sigri Snæfells 125:117 eftir að staðan í hálfleik var 78:63 fyrir heimamenn. Með sigrinum komst Snæfell á sigurbraut á ný. Var fyrir þessa umferð í 6. sæti deildarinnar á eftir Ísfirðingum og fóru með sigrinum upp fyrir KFÍ og Hauka, eru nú í fjórða sæti.   Snæfell byrjaði leikinn af krafti og náði fljótlega góðu forskoti. Lengst af leit út fyrir fremur átakalítinn sigur heimamanna, en gestirnir sýndu það að þeir eru ekkert fyrir það að gefast upp. Þrátt fyrir að Snæfell væri um tíma komið í 20 stiga forskot í fyrri helmingi leiksins tókst þeim að minnka þann mun. Ísfirðingarnir náðu svo að elta allan seinni hlutann þar sem munurinn var jafnan í kringum tíu stigin.  

 

 

 

Staðan var 106:100 í upphafi fjórða leikhluta og Snæfell var að missa niður leikinn frá því í þriðja hluta. KFÍ náði með harðfylgi að jafna 114:114. Undir lokin tóku heimamenn á sig rögg og með Emil Þór í broddi fylkingar bættu þeir varnarleikinn. Snæfellingar voru líka seigir á vítalínunni í lokin og þetta tryggði sigurinn sem eins og áður segir var 125:117.

 

Stiga Snæfells skoruðu: Sean Burton 29 stig og sex stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 25 og átti einnig sex stoðsendingar, Ryan Amaroso skoraði 24 stig og tók 10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21 stig og tók átta fráköst, Atli Hreinsson skoraði 11 stig og tók átta fráköst, Emil Þór Jóhannsson gerði 10 stig og Lauris 5. Hjá Ísfirðingum skoruðu þrír útlendir leikmenn langmest: Nebojsa 27, Carl 25 og Craig 24 stig.

 

Næsti leikur Snæfells er á fimmtudaginn, útileikur gegn Tindastóli á Sauðárkróki.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is