Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2010 02:20

Fylltu í einu kasti á Grundarfirði í morgun

„Við vorum þrjá og hálfan tíma á Grundarfirði. Fengum strax í fyrsta kasti 900 tonn af góðri síld. Fyrst við kælum aflann með 40% sjó í lest er þetta nálægt fullfermi,“ sagði Jón Sigmar Jóhannsson stýrimaður á Ásgrími Halldórssyni í samtali við Skessuhorn í dag. Þá var skipið á leið til heimahafnar á Hornafirði. Von er á skipinu austur á morgun, en það verður við innsiglinguna að sæta síðdegisflóði undir kvöldið. Aðspurður sagði Jón Sigmar að ekki væri að sjá á síldinni að hún væri sýkt og aðeins reyndist 2-3% sýking í flökum farms Jónu Eðvalds, þeim fyrsta sem kom til Hornafjarðar af vertíðinni fyrir helgina. Jón Sigmar segir fá skip vera komin á Breiðafjörðinn til veiða en Ingunn EA hafi fengið 600 tonn við Stykkishólm í gær, en Ingunn var fyrst á miðin í síðustu viku og fékk þá 900 tonn á Breiðasundi og við Stykkishólm sem landað var á Vopnafirði.

 

 

 

„Þetta er toppurinn að vera á síldinni, alltaf stemning að veiða síld í nót. Þegar herpist að nótinni þá glitrar sjórinn allt í kring,“ sagði stýrimaðurinn á Ásgrími Halldórssyni. Hann sagði að ennþá væri þó ekki komið í ljós hvort mikið magn síldar væri inni á Breiðafirði.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is