Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. október. 2010 05:34

Mótmæltu skerðingu á iðnnámi

Laust fyrir hádegi í dag gengu nemendur iðnbrauta við Fjölbrautaskóla Vesturlands út úr kennslustund og hófu mótmælaspjöld á loft. Ástæða mótmælanna er fyrirhugaður niðurskurður fjárframlaga til skólans sem meðal annars mun bitna á iðnbrautum og fækkun kennara. Mótmælin standa enn og eru fyrirhuguð fram á kvöld. En nemendur skólans eru ekki einir um að mótmæla. Sigurgeir Sveinsson formaður Kennarafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands telur verulega hættu á að iðn- og starfsnámi verið útrýmt á Vesturlandi. „Það er með ólíkindum hversu mikill niðurskurðurinn er. Sérstaklega við þá skóla sem hafa iðn- og starfsnám sem er dýrara á hvern nemenda en bóknám á stúdentsbrautum,“ segir Sigurgeir. Hann hefur ritað þingmönnum og ráðherrum Norðvesturkjördæmis bréf vegna fjárlagafrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi.

Sigurgeir segir þar meðal annars að boðaður niðurskurður til allra framhaldskólanna í kjördæminu sem bjóða upp á starfsnám skapi þá hættu að iðnnáminu verði hreinlega slátrað, þar sem það sé viðleitni skólastjórnenda að fórna dýrara náminu. „Svona mikill niðurskurður á námsgreinum mun nú og síðar bitna á atvinnulífinu í öllu kjördæminu,“ segir Sigurgeir í samtali við Skessuhorn.

 

Nánar er fjallað um málið í Skessuhorni sem kemur út í fyrramálið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is