Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2010 09:01

Þyrfti að vera stúdíó í hverri sveit

“Það er heilmikið að gerast en á þessu ári verða gefnar út fjórar plötur sem er ótrúlegt í kreppunni. Hljómsveitin Ferlegheit gaf út plötu í janúar og koma út þrjár plötur á næstu vikum eftir listamennina Írisi Guðbjartsdóttir, Ríkharð Mýrdal Harðarson og Hafstein Þórisson. Ég sem hélt að það yrði ekkert að gerast og þetta kom mér mjög á óvart. Erfiðast er að það myndast alltaf viss tómleiki þegar hvert verkefni klárast,” sagði Sigurþór Kristjánsson í Borgarnesi, eða Sissi, í samtalið við Skessuhorn. Þá er hann einnig að vinna plötu með sinni eigin hljómsveit, Festival, en hún mun koma út á næsta ári.

 

 

 

“Þetta er fyrir utan öll þau smærri verkefni sem ég hef verið að fást við. Til dæmis hef ég séð um tónlist fyrir Brúðuheima, dægurlagakeppnina í Logalandi og svo höfum við verið að reyna að auka tónlistaráhugann í félagsmiðstöðinni. Ég á til dæmis von á ungum rappara úr menntaskólanum til mín í upptökur á næstunni. Stefnan er að hafa síðan uppskeruhátíð um jólin og fá til mín alla þá listamenn sem hafa tekið hér upp á árinu.”

Sissi segist hafa nokkur járn í eldinum aðspurður um hvað komi næst. “Framundan eru nokkur spennandi verkefni, meðal annars héðan úr sveit. Það borgar sig samt að segja sem minnst en það er hellingur að gerast. Stúdíóið gefur listamönnum og heimafólki tækifæri til að koma sér á framfæri. Að mínu viti ætti að vera stúdíó í öllum sveitum,” sagði Sissi að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is