Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2010 08:01

Mæja Stína á sýningu Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu

Leirlistarkonan María Kristín Óskarsdóttir, Mæja Stína, verður í hópi 60 handverks- og listafólks sem tekur þátt í sýningu samtakanna Handverks og hönnunar í Ráðhúsinu í Reykjavík. Sýningin verður opnuð á morgun, fimmtudaginn 28. október og stendur fram á næsa mánudag. Þessi sýning hefur verið haldið í Ráðhúsinu í vetrarbyrjun mörg undanfarin ár. Mæja Stína er eini listamaðurinn frá Akranesi með verk á sýningunni og hún segist ekki sjá á nafnaskránni neinn annan af Vesturlandi.

 

 

 

 

„Ég er mjög ánægð að ná inn á þessa sýningu og finnst það viðurkenning á því sem ég hef verið að vinna að, þótt ég hafi ekki verið að sýna víða,“ segir Mæja Stína sem vill frekar kalla sig keramiker en leirlistarkonu. Aðspurð hvaða muni hún verði með á sýningunni, segir hún að það verði nytjahlutirnir, enda sé hún aðallega að fást við þá þótt skúlptúrarnir séu skemmtilegir líka.

 

„Sérstaklega er það postulínið sem er í uppáhaldi hjá mér. Ég legg talsverða natni í það og renni alla hluti. Þannig fæ ég þessa gömlu áferð og hver hlutur verður sérstakur, til dæmis enginn bolli eins, allir með sínum karakter. Þannig við ég hafa hlutina mína, svolítið lifandi,“ segir Mæja Stína, sem var einmitt að brenna leirinn þegar blaðamaður Skessuhorns leit inn á vinnustofuna til hennar í kjallara Stekkjarholts 5 í byrjun vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is