Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2010 03:01

Vökudagar hefjast á Akranesi á morgun

Hin árlega menningar- og listahátíð Vökudagar hefst á Akranesi á morgun, fimmtudaginn 28. október, og verður hátíðin fjölbreytt að vanda. Að dagskrá hátíðarinnar koma fjölmargir; leikskólar, grunnskólar, Tónlistarskólinn og lista- og hæfileikafólk af ýmsum toga. Félag nýrra Íslendinga mun halda Þjóðahátíð þar sem boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og svona má áfram telja. Vökudögum lýkur sunnudaginn 7. nóvember nk.  Í tilkynningu frá Akranesstofu, sem annast skipulagningu Vökudaga, segir m.a. að um fjölbreytta dagskrá verði að ræða, sem borin er uppi af hæfileikafólki á öllum aldri. “Meðal viðburða má nefna þrjár sýningar á Safnasvæðinu; sýningu Björns Lúðvíkssonar í Garðakaffi, ljósmyndasýningu „Vitans“, félags áhugaljósmyndara í Fróðá og sýningu á listaverkasafni Akraneskaupstaðar í nýju sýningarrými í Safnaskálanum, auk fastra sýninga.

Í Safnaskálanum verða einnig kvikmyndasýningar en sýndar

verða kvikmyndir sem teknar voru á Akranesi á árunum 1947 og 1974, kvikmyndin „Að fortíð skal hyggja“ sem gerð var í tilefni af 50 ára afmæli Byggðasafnsins á síðasta ári og loks viðtöl sem tekin hafa verið við valinkunna einstaklinga um lífið á Akranesi áður fyrr í tengslum við verkefnið „Veröld sem var“ sem nú er í undirbúningi á Safnasvæðinu og víðar á vegum Akranesstofu, Byggðasafnsins, Bóka-, Héraðsskjala- og Ljósmyndasafns Akraness og fleiri aðila.

 

Í Kirkjuhvoli mun Gyða Jónsdóttir halda sýninguna „Konur“ og á „Loftinu“ í Kirkjuhvoli verður gestasýnandi. Í Bóka-, Héraðsskjala- og Ljósmyndasafni Akraness við Dalbraut 1 verður fjölbreytt dagskrá alla Vökudagana og þá verða fjölmargir spennandi tónleikar í boði. Nefna má tónleika Orra Harðarsonar þar sem hann flytur lög af hinum nýja geisladiski sínum „Albúm“, Anna Halldórsdóttir heldur tónleika og flytur einnig lög af sínum nýjasta diski, „Here“ og þá heldur Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sína árlegu hádegistónleika á Vökudögum. Tónlistarskólinn verður einnig með fjölbreytta dagskrá alla Vökudagana. Þá má nefna djass- og blúshátíð í Gamla Kaupfélaginu og tónleikana „Ungir – Gamlir“ þar sem ungt hæfileikafólk úr grunnskólum bæjarins og Tónlistarskólanum kemur fram ásamt Helga Björnssyni og Sigríði Beinteinsdóttur. Þá verður hin árlega hæfileikakeppni Nemendafélags Fjölbrautasskólans einnig haldin á Vökudögum, þann 5. nóvember.”

 

Að lokum má geta þess að í gangi er samkeppni um nafn á hinum nýja sýningarsal í Safnaskálanum en úrslit keppninnar verða kynnt í lok Vökudaga. Tillögum skal skilað til Akranesstofu (tomas.gudmundsson@akranes.is) en frestur til að skila inn tillögum rennur út föstudaginn 5. nóvember nk. Þá verða Menningarverðlaun Akraness árið 2010 afhent á Vökudögum og verður afhending þeirra kynnt sérstaklega þegar nær dregur, segir í kynningu frá Akranesstofu.

 

Bæklingi með dagskrá Vökudaga hefur verið dreift í öll hús.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is