Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. október. 2010 01:35

Hvar endar þetta – nú velt ég!

„Á ég að láta hann fara út af? Nei, ég reyni einu sinni enn að halda honum inni á... Úff, þetta er orðið stjórnlaust, hann tekur hring – best að fylgja hreyfingunni og reyna svo að stefna honum út af veginum. Nú, annar hringur – hvar endar þetta. Nú velt ég!“  Þessi lýsing atburðarrásar er skráning Ólínu Þorvarðardóttur alþingismanns á því sem fór í gegnum huga hennar í gærkveldi þegar hún varð fyrir því óhappi að aka bíl sínum útaf í ísingu skammt frá Munaðarnesi í Borgarfirði. Ólína segir á bloggvef sínum að þetta hafi hún verið að hugsa þann óratíma, að því er henni fannst, frá því bíll hennar fór að rása á veginum og þar til hann hafði stöðvast utan vegar. En bíllinn valt ekki – hann endaði á hjólunum og í gangi u.þ.b. 20 metra frá veginum, bílljósin þvert á vegstefnuna. Ólína var að fara framúr öðrum bíl þegar óhappið varð.

Að minnsta kosti tvö önnur óhöpp urðu í Borgarfirði í gær vegna ísingar og er rík áhersla til að vara vegfarendur við þeirri ósýnilegu hálku sem myndast oft á þessum árstíma þegar hitastig er í kringum frostmarkið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is