Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2010 10:01

Átti vinningsmynd í samkeppni um bestu brúarmyndina

Hún er glæsileg myndin af gömlu Hvítárbrúnni í Andakíl, sem Þórir Björgvinsson áhugaljósmyndari á Akranesi tók og sendi í samkeppni til alþjóðlega myndavefsins www.dpchallenge.com  Þemað í þessari keppni voru myndir af brúm og nú í byrjun vikunnar voru úrslit keppninnar gjörð kunn. Þar var mynd Þóris af Hvítárbrúnni valin sú besta af 140 myndum sem komu til álita. Í samtali við Skessuhorn sagði Þórir að hann hefði farið upp í Andakíl síðdegis sunnudaginn 10. október sl. í þeim tilgangi að ná mynd af Hvítá og þá hist svo skemmtilega á að sólin var að setjast og sólsetrið í algleymingi. „Ég hef varla farið þarna um eftir að Borgarfjarðarbrúin var tekin í notkun en man vel eftir þessu myndhorni.

Ég tók einar þrjátíu myndir í gegnum gleiðlinsu 15-85 millimetra með myndavélina á þrífæti og stillta á tíma,“ segir Þórir. Hann segist lengi hafa haft áhuga á ljósmyndun en ekki stundað hana neitt að ráði fyrr en núna síðasta árið eftir að hann eignaðist nýja og góða myndavél, Canon EOS 500D. Þórir er í Vitanum, félagi áhugaljósmyndara á Akranesi og átti eina mynd á sýningu þeirra sem var á vegg sementsþróarinnar í sumar. Það var einnig sólsetursmynd.

 

„Landslagsmyndir og myndir af sólarlaginu eru í uppáhaldi hjá mér. Ég geri talsvert af því að fara um hérna á Skaganum og nágrenni, í Borgarfjörð, á Þingvelli og Reykjanesið til að mynda,“ segir Þórir sem er lögreglumaður á Akranesi og hefur starfað sem slíkur í tæp 25 ár. „Það eru góð frí í þessu starfi og þau nýtast ágætlega. Ég get verið að mynda meðan aðrir eru í vinnu eða skóla,“ segir Þórir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is