Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2010 11:39

Heldur hádegistónleika á morgun - á þrítugs afmælisdegi sínum

Hádegistónleikar Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur eru orðnir árlegur viðburður á Vökudögum sem hófust í dag á Akranesi. Á morgun, föstudaginn 29. október, verða þeir haldnir í fjórða sinn en að þessu sinni fara tónleikarnir fram á þrítugs afmælisdegi Hönnu Þóru. Með henni í för verða Sveinn Arnar Sæmundsson undirleikari á hljómborð og Örn Arnarson gítarleikari. “Eins og þeir sem þekkja til mín vita þá er ég óperusöngkona og hingað til hef ég haft þessa hádegistónleika blöndu af dægurlögum og klassískari lögum. Núna ætla ég hins vegar að halda mér algjörlega á dægurlaga línunni og það verður ekkert óperutengt. Ég kem til með að sýna á mér aðra hlið en áður. Þetta er það sem ég ætlaði mér alltaf að gera þegar ég varð yngri, verða dægurlaga- eða poppsöngkona. Það verður hljóðkerfi á staðnum sem ég hef örugglega ekki notað síðan ég var 14 ára syngjandi í karaoke-tækið,” sagði Hanna Þóra í samtali við Skessuhorn.

 

 

 

 

Jákvæð yfir aldrinum

Hanna Þóra segist ætla að syngja lög úr öllum áttum, allt frá Eurovision lögum til Megas. “Heildarsvipurinn á þessu verður á ljúfu nótunum og svo poppum við þetta upp inn á milli. Þetta verður heimilisleg stemning og ég ætla bara að vera ég sjálf. Ef eitthvað fer úrskeiðis þá er það líka allt í lagi, við stressum okkur ekkert upp yfir því. Á fésbókinni hef ég verið að auglýsa tónleikana líka sem afmælistónleika. Mér finnst mjög sniðugt að vera orðin þrítug og er mjög jákvæð yfir því. Það þýðir ekkert að vera með neikvæðni yfir aldrinum. Ef ég væri ekki að eldast þá væri ég í gröfinni,” sagði Hanna Þóra spennt fyrir stórafmælinu. Hún hefur verið ansi dugleg við að halda tónleika og er til dæmis einnig að undirbúa tónleika 16. nóvember næstkomandi ásamt Sólveigu Samúelsdóttur og Erlu Björgu Káradóttur en saman mynda þær hópinn Tríó Blonde. Undirleikari þeirra tónleika verður Hrönn Þráinsdóttir og hafa þær fengið til liðs við sig leikarann Sindra Birgisson sem mun gegna hlutverki sögumanns.

 

Þess má að lokum geta geta að frítt er inn á hádegistónleikana á morgun, sem haldnir verða kl. 12 í Gamla Kaupfélaginu við Kirkjubraut. Þá er boðið upp á súpuhlaðborð gegn vægu gjaldi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is