Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2010 08:01

Úttektaraðili hrífst af Snæfellsnesi

Í nýjasta fréttabréfi fyrir úttektaraðila EarthCheck samtakanna, sem gefið var út nú í október, birtist grein eftir Kathy Colgan. Kathy er ástralskur úttektaraðili sem heimsótti Snæfellsnes í maíbyrjun vegna úttektar fyrir vottun ársins 2010. Á vef Framkvæmdaráðs Snæfellsness segir að í greininni komi fram að Kathy hefur unnið að úttekt fyrirtækja og samfélaga fyrir EarthCheck í fjögur ár, auk þess sem hún sinnir ráðgjafarstörfum í umhverfis- og sjálfbærnismálum. Hún segist hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi í starfi sínu að ferðast víða um heim og heimsækja áhugaverða staði. Sá staður sem hún kýs að fjalla sérstaklega um í þessari grein sinni er Snæfellsnes.

“Kathy eyddi þremur dögum á Snæfellsnesi þar sem hún fræddist um það hvernig staðið væri að EarthCheck verkefninu á svæðinu. Hún segir að eitt af því sem upp úr standi eftir ferðina sé hversu ákveðin sveitarfélögin séu í að halda áfram EarthCheck vinnu sinni, þrátt fyrir erfiðan fjárhag. Enn fremur minnist hún á hversu mjög hún hreifst af flokkunarstöðinni sem hún skoðaði. Hún kvað hana einstaklega hreinlega og skipulagða, auk þess sem lífrænn úrgangur væri þar moltaður af hugkvæmni. 

 

Í lok greinar sinnar segir Kathy: „Ef þið hafið möguleika á því, setjið þá Ísland á listann yfir staði til að heimsækja og farið sérstaklega á Snæfellsnes og sjáið hvað sveitarfélögin þar eru að gera til þess að leggja sitt af mörkum í átt að sjálfbærni“,” segir í frétt á www.nesvottun.is 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is