Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2010 01:25

Söluferli Límtré Vírnets lýkur í nóvember

Frestur til að skila inn óskuldbindandi tilboði í iðnfyrirtækið Límtré Vírnet hf. rann út miðvikudaginn 20. október síðastliðinn. Meðal fjárfesta sem skiluðu inn tilboði er nýlega stofnaður vinnuhópur heimamanna í Borgarbyggð, sem Skessuhorn hefur áður greint frá. Þessi hópur hefur það að markmiði að færa eignarhald þessa rótgróna félags aftur í hérað. Starfseiningar Límtrés Vírnets voru hluti af samstæðu BM Vallár hf. sem tekin var til gjaldþrotaskipta í maí síðastliðnum. Nýstofnað rekstrarfélag í eigu Landsbankans keypti starfseiningar Límtrés Vírnets af þrotabúi BM Vallár hf. og lýsti því jafnframt yfir að Landsbankinn hygðist selja reksturinn innan sex mánaða.

Kristján Kristjánsson upplýsingafulltrúi Landsbankans sagði í samtali við Skessuhorn að nú yrði farið yfir tilboðin og þeir fjárfestar sem uppfylla skilyrði fyrir áframhaldandi þátttöku fá afhent ítarleg kynningargögn um fyrirtækið. Á grundvelli þeirra gagna munu bjóðendur gera skuldbindandi tilboð en frestur til að skila því inn rennur út 15. nóvember.

 

“Við erum ánægð með þátttökuna í þessu útboðsferli sem var mjög góð. Eftir að skuldbindandi tilboð hafa komið inn hefjast samningaviðræður en við ætlum okkur ekki langan tíma í þær. Við stefnum að því að ljúka söluferlinu, og vera komin með undirskrifaðan samning, fyrir lok nóvember,” sagði Kristján.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is