Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. október. 2010 01:01

Tónlistarverkefninu Ungir-Gamlir lýkur í kvöld

Árlega tónlistarverkefnið Ungir-Gamlir hefur undanfarna daga verið í gangi á Akranesi en því lýkur í kvöld með tvennum tónleikum í Bíóhöllinni. Er þetta í fimmta skipti sem verkefnið er í gangi að hausti. Markmið Ungir Gamlir er að gefa ungum tónlistarmönnum á Akranesi tækifæri til að vinna með reyndu fólki sem eykur vonandi áhuga þeirra á að ná lengra á sviði tónlistarinnar. Áhugasamir nemendur taka þá þátt í stuttum námskeiðum með þekktum tónlistarmönnum. Í framhaldi af því hafa verið settir upp veglegir tónleikar í Bíóhöllinni á Akranesi þar sem fram hafa komið söngvarar og ýmsir samspilshópar.

 

 

 

“Að vanda er mikið um að vera og metnaðarfull hefur verið í gangi. Við vorum með trommunámskeið, tónsmíðanámskeið og gítarnámskeið auk þess sem gestirnir okkar, þau Helgi Björns og Sigríður Beinteinsdóttir, miðluðu söngvurum og hljómsveitum af reynslu sinni. Helgi og Sigga heimsóttu einnig báða grunnskólana og stjórnuðu samsöng,” sagði Flosi Einarsson en verkefnið, sem er samvinnuverkefni grunnskólanna og tónlistarskólans, er í umsjá hans og Heiðrúnar Hámundardóttur.

 

Í kvöld verða haldnir tvennir tónleikar. Þeir fyrri kl. 17.30 og klukkan 20.30, en þeir eru um leið lokahnykkurinn í verkefninu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is