Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. október. 2010 03:14

Metár í höfnum Snæfellsbæjar í fyrra

Hafnarsjóður Snæfellsbæjar er sá sjöundi stærsti á landinu. “Við erum mjög ánægðir með það. Hér hefur alltaf verið mikil útgerð bæði hjá stórum bátum og smábátum en í seinni tíð hafa smábátarnir stækkað og orðið öflugri. Á strandveiðunum í sumar voru um hundrað bátar að landa hér í okkar höfnum á dag þegar mest var. Það mun teljast mjög mikið en það er alltaf mikið umfang í höfnunum okkar. Landaður afli í höfnum Snæfellsbæjar í fyrra var 35.200 tonn en árið 2009 var algjört met ár í lönduðum afla. Mikill fiskur er í Breiðafirði og hingað koma margir aðkomubátar til veiða. Þess ber þó að geta að minni afla hefur verið landað á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Ástæða þess að minna er landað nú er kvótaskerðingin og svo tala menn um að enginn leigukvóti sé til staðar,” segir Björn Arnaldsson hafnarstjóri Snæfellsbæjar í samtali við Skessuhorn. Björn sem sjálfur var á sjó frá Ólafsvík í 18 ár áður en hann tók við starfi hafnarstjóra.

“Aflaverðmætið í svona sveitarfélagi sem leggur mesta áherslu á sjávarútveginn er gríðarlega mikið. Ég tók saman heildaraflaverðmæti síðasta árs héðan úr höfnunum í Snæfellsbæ og var það yfir 6,9 milljarðar króna. Það eru tæplega 6% heildaraflaverðmætis á Íslandi það árið. Þetta segir okkur hvað hafnirnar skipta svona sjávarþorp og bæjarfélagið í heild sinni miklu máli. Útsvarið hér í sveitarfélaginu er nánast í línulegu samhengi við aflann í sjávarútveginum,” sagði Björn.

 

Sjá nánar viðtal við Björn í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is