Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2010 01:01

Grímnir frumsýnir þrjú leikverk í nóvember

Mikill kraftur er í Leikfélaginu Grímni í Stykkishólmi um þessar mundir. Æfingar standa yfir á þremur leikritum sem frumsýnd verða í nóvember. Guðmundur Bragi Kjartansson formaður Grímnis segir að hátt í fimmtíu manns starfi að þessum uppfærslum, þar af rúmlega 20 leikarar. Guðjón Sigvaldason leikstýrir þessum sýningum hjá Grímni, en hann leikstýrði m.a. söngleikjunum Jesús Kristur súperstjarna og Óliver sem Grímnir setti upp. Fyrsta frumsýningin er áætluð 5. nóvember í húsi Grímnis við Silfurgötu. Þar er verið að sýna í fyrsta skipti hér á landi gamanleik sem leikstjórinn Guðjón þýddi úr ensku og hét þar Dinnar for one, en heitir í þýðingunni Kvöldhúmið, með undirtitlinum níræðisafmælið.

Áætlað er síðan að frumsýna barnaleikritið Karíus og Baktus 12. nóvember og Litlu hryllingsbúðina 26. nóvember. Að sögn Guðmundar Braga er vonast til að leikfélagið fái inni með Karíus og Baktus í íþróttahúsinu, en Litla hryllingsbúðin verður sýnd í Hótel Stykkishólmi.

 

 

Guðmundur Bragi segir Kvöldhúmið hafa notið mikilla vinsælla í Evrópu, ekki síst í Svíþjóð þar sem það er sýnt í einni borginni á hverjum vetri. Leikendur í Kvöldhúmi eru tveir en hinar sýningarnar eru mun fjölmennari, sérstaklega Litla hryllingsbúðin. Þar nýtur Grímnir hæfileikafólks í Hólminum, ekki aðeins á leiksviðinu, heldur einnig í söng og tónlist. Þá má geta þess að í Karíus og Baktus eru tvö gengi í aðalhlutverkunum, enda í þeim hlutverkum vaktavinnufólk, sem ekki getur stokkið úr vinnunni á leiksviðið.

 

„Það sem gerir það að verkum að við getum verið með svona margt í gangi er Fjölbrautaskólinn. Ef við værum ekki með unga fólkið heima þá væri þetta ógjörlegt,“ segir Guðmundur Bragi Kjartansson formaður leikfélagsins Grímnis.

 

Nánar verður rætt við Guðmund Braga í Skessuhorni í næstu viku.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is