Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Miðaftann. Þriðji Mánadagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2010 10:00

Um öryggismál rjúpnaveiðimanna

Eins og kunnugt er hefst rjúpnaveiðitímabilið í dag, föstudaginn 29. október, og stendur til sunnudagsins 5. desember. Veiðar verða heimilar föstudaga, laugardaga og sunnudaga á tímabilinu.  Undanfarin ár hafa björgunarsveitir ítrekað verið kallaðar út til að leita að rjúpnaveiðimönnum. Slysavarnafélagið Landsbjörg vekur athygli á að veðurspá helgarinnar er afleit, sérstaklega á Austur- og Suðausturlandi og vill því koma á framfæri nokkrum góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga áður en lagt er af stað í veiðiferðina.  

 

 

 

 

Almennar umgegnisreglur við skotvopn

 

  • Geymið byssu og skot á læstum stöðum
  • Ekki aka á veiðistað með byssuna hlaðna
  • Hafið öryggið ávallt á þegar gengið er með byssu

 

 

Ferðareglur rjúpnaskyttunnar

 

Fylgist með veðurspá

Gerið ferðaáætlun og skiljið hana eftir hjá aðstandendum

Kynnið ykkur vel það svæði sem ferðast á um

Hafið með góðan hlífðarfatnað

Takið með sjúkragögn og neyðarfæði

Fjarskipti þurfa að vera í lagi, gps, kort, áttaviti og talstöð/sími og kunnátta verður að vera til staðar til að nota þau

Verið viss um að farartækið sé í góðu ásigkomulagi áður en lagt er af stað

Ferðist ekki einbíla

Takið með grunnviðgerðardót fyrir farartækið og festið allan farangur

Munið að akstur og áfengi fer ekki saman

Ef ferðast er í bíl spennið beltin og notið hjálma, brynjur og annan hlífðarfatnað ef farið er um á vélsleða eða fjórhjóli

Betra er að snúa við í tíma heldur en að koma sér í ógöngur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is