Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Fjórði Óðinsdagur í Tvímánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. október. 2010 10:26

Ingi Hans og Ragnheiður Þóra fulltrúar Íslands í söguslammi

Norrænt meistaramót í söguslammi fer fram í Osló á morgun, laugardag. Fulltrúar Íslands í keppninni eru Ingi Hans Jónsson í Grundarfirði og Ragnheiður Þóra Grímsdóttir á Akranesi. Auk þeirra eru keppendur frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Þátttakendur fá sjö mínútur til að segja sögu og áhorfendur velja sigurvegarann. Söguslamm er keppni í að segja sögu með það að markmiði að vinna áheyrendur á sitt band. Sagnafólkið ákveður sjálft hvaða sögur það segir. Blaðamaður heyrði hljóðið í Inga Hans í gær þegar hann var að undirbúa sig til að segja sögu á norsku, en það kvaðst hann ekki hafa gert áður.

 

 

 

 

Sögurnar sem fluttar verða geta verið skemmtilegar, dramatískar eða sorglegar. Aðalmálið er að segja sögu sem hittir í mark hjá áheyrendum. Fjögurra manna dómnefnd úr röðum áheyrenda gefur sagnamönnunum stig frá 0,1 -10,0. Þátttakendur hafa allir unnir undankeppnir í heimalandinu og eru því fulltrúar síns lands og þar með þeir bestu á Norðurlöndunum. Stjórnandinn er Nils Petter Mörland menningarfrömuður.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is