Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. nóvember. 2010 04:30

Gildran með tónleika í Logalandi næsta laugardag

Hljómsveitin Gildran frá Mosfellsbæ verður með tónleika í Logalandi í Borgarfirði næstkomandi laugardag, 6. nóvember. Gildrumenn voru í maí með stórafmælistónleika í Mosfellsbæ í tilefni af 30 ára afmæli hljómsveitarinnar og nú er diskur frá tónleikunum að koma út. Munu þeir fylgja honum eftir með nokkrum tónleikum um landið. “Tónleikarnir í Logalandi eru upphafið á stuttum túr hjá okkur félögunum en við verðum á ferðinni í nóvember. Diskurinn okkar er kominn til landsins en kemur ekki út fyrr en á mánudeginum eftir tónleikana þannig að tónleikagestum í Logalandi gefst kostur á að fá diskinn á sérstöku Logalandsverði. Við leggjum allt í að þetta verði sem skemmtilegast og á tónleikum okkar undanfarið hafa verið jafnt ungir sem aldnir. Allir hafa gaman að rokki,” sagði Sigurgeir Sigmundsson gítarleikari í samtali við Skessuhorn. 

Tónleikarnir teknir upp fyrir slysni

Ásamt Sigurgeiri eru meðlimir Gildrunnar þeir Birgir Haraldsson sem syngur og spilar á gítar, Þórhallur Árnason bassaleikar og Karl Tómasson sem spilar á trommur, en hann er einnig forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ. Þetta er rokkhljómsveit úr Mosfellsbænum og á hún nokkra smelli sem allir ættu að þekkja, til dæmis Vorkvöld í Reykjavík. Gildran hefur nú gefið út sjö plötur; Huldumenn (1987), Hugarfóstur (1988), Gildran 1989, Ljósvakaleysingjar (1990), Út (1992) og Gildran í 10 ár (1997). Sjöunda platan, Vorkvöld (2010), er fyrsta hljómleikaplata þeirra félaga og inniheldur hún 20 lög. “Vorkvöld er tónleikaplata sem eiginlega varð til fyrir áeggjan Óla Palla á Rás 2. Við tókum tónleikana sem voru haldnir í tilefni 30 ára samstarfsafmæli Kalla, Bigga og Þórhalls upp fyrir slysni en svo þegar við fórum að hlusta á það sem við vorum með í höndunum var það aldrei spurning að við myndum skella þessu á plast. Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í að klára hljóðblöndun og gera umslagið sem veglegast og niðurstaðan er gripur sem verður gaman að taka með sér í ruggustólinn. Við erum rosa ánægðir,” sagði Sigurgeir að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is