Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2010 06:48

Dýrbítar halda uppteknum hætti

Bæst hefur í hóp kinda og lamba sem tófur í Borgarfirði hafa lagst á og ýmist drepið eða leikið grátt undanfarna daga. Í síðustu viku fannst fullorðin ær skammt frá bænum Hóli í Lundarreykjadal. Var hún illa til reika, bitin og rifin, en þó á lífi eftir atgang tófunnar. Síðastliðinn laugardag fundust tvö lömb til viðbótar frá Snartarstöðum, skammt frá Háafelli í Skorradal, en jarðirnar liggja saman. Voru þau einnig illa farin eftir dýrbít. Loks fannst dýrbitið lamb frá Bjarnastöðum í Hvítársíðu fyrir skömmu.  Þrátt fyrir að undanfarið hafi verið reynt að leggja hræ fyrir tófur víða um héraðið hefur það ekki borið árangur. Eins og greint var frá í Skessuhorni í liðinni viku er talið víst að minnsta kosti fjórir dýrbítar gangi lausir í Borgarfirði, en að líkindum eru þeir fleiri. Bændur eru uggandi yfir ástandinu. Skessuhorn ræddi við formann Félags sauðfjárbænda:

 

 

 

 

Miklir hagsmunir í húfi

Aðspurður segist Einar Guðmann Örnólfsson, formaður Félags sauðfjárbænda í Borgarfirði, að félagsmenn hafi ekki enn komið saman til að ræða þetta mál á formlegum fundi, en vissulega væri þörf á því miðað við þróun mála. “Ég get því ekki tjáð mig á þessu stigi fyrir hönd félagsins. Ég sem bóndi lít hins vegar svo á að það sé betra fyrir bændur að taka höndum saman og greiða fyrir veiðar á ref ef hið opinbera ætlar að víkja sér undan lögbundinni skyldu sinni. Það eru klárlega meiri hagsmunir fyrir bændur að haldið verði áfram að vinna á refnum og hann ekki látinn vaða uppi óáreittur eins og nýleg dæmi sýna. Þegar komið er fram á þennan tíma árs er verðmæti lamba orðið meira en áður en sláturtíð lýkur og því væru meiri hagsmunir en minni fyrir mig sem sauðfjárbónda að greiða sjálfur fyrir grenjaleit að einhverju eða öllu leyti. Hins vegar hljótum við bændur að vænta þess að hið opinbera, ríki og sveitarfélög, sjái að sér og borgi grenjaskyttum eins og lög gera ráð fyrir,” segir Einar Guðmann.

 

Hann bætir við að burtséð frá krónum og aurum sé algjörlega nauðsynlegt út frá dýraverndunar-sjónarmiðum að blóðþyrstum refum sé fargað.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is