Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2010 11:01

Ýmislegt vafstur lögreglunnar vegna rjúpnaveiða

Allnokkurt annríki hefur verið hjá lögreglunni í Borgarfirði og Dölum frá því að rjúpnaveiðitímabilið hófst sl. föstudag.  Að sögn Theodórs Þórðarsonar yfirlögregluþjóns hefur mikið þurft að svara fyrir hvar menn megi skjóta og hvar ekki. Þá hafi komið upp nokkur klögumál á milli veiðimanna og landeigenda varðandi skotveiðar og umferð um eignarlönd en engar formlegar kærur verið lagðar fram enn sem komið er.  Þá hafa veiðimenn verið að týnast tímabundið en komið svo fram nokkru eftir að veiðifélagar voru farnir að hafa áhyggjur af þeim og hringt til lögreglu. Einnig hafa veiðimenn verið að klaga hvern annan fyrir utanvegaakstur og akstur fjórhjóla á veiðislóð og er eitt slíkt mál til athugunnar hjá LBD. Hefur lögreglan stöðvað veiðimenn á leiðinni á veiðislóð og athugað vopn þeirra, byssuleyfi og skráningu skotvopna og veiðileyfi. Þeir veiðimenn sem hafa verið stöðvaðir hafa verið með sín mál í lagi.

 

 

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is