03. nóvember. 2010 02:01
Góðhjartaðar konur á Akranesi standa fyrir kökubasar næstkomandi föstudag milli klukkan 16 og 19 í anddyri verslanamiðstöðva Krónunnar við Dalbraut og Bónuss við Þjóðbraut. Andvirði sölunnar rennur óskipt til Mæðrastyrksnefndar á Vesturlandi. Þeir sem vilja styrkja málefnið og leggja inn kökur eru beðnir um að skila kökum á sömu staðina milli klukkan 15:30 og 16 á föstudaginn. Nánari upplýsingar veita Kolla í síma 869-9533 og Gunna í síma 841-0931.