Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2010 02:19

Þjóðfundur verður á laugardaginn

Þjóðfundur um stjórnarskrá Íslands verður haldinn næstkomandi laugardag í Reykjavík. Um eitt þúsund þátttakendur eru skráðir á fundinn en þeir voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Hlutverk þeirra er að tjá hugmyndir sínar og skoðanir um stjórnskipan landsins og stjórnarskrá og endurskoðun á henni. Undirbúningur fyrir fundinn er á lokastigi, en tæplega tvö hundruð manns koma að honum með einum eða öðrum hætti. Verið er að ljúka þjálfun 128 lóðsa, eða borðstjóra, en hlutverk þeirra er að leiða umræður á fundinum, tryggja að þátttakendur hafi jöfn tækifæri til að tjá sig og koma hugmyndum þeirra í réttan farveg. Þessir lóðsar eru nú að hringja í þátttakendur til að lýsa tilhögun fundarins.

 

 

 

 

 

Kynjaskipting þátttakenda er nánast jöfn og dreifingin þeirra er nokkuð í samræmi við aldurs og búsetudreifingu þjóðarinnar. Elsti þátttakandi á þjóðfundi er 89 ára, sá yngsti verður 18 ára nokkrum dögum fyrir kosningar til stjórnlagaþings, nokkur pör eða hjón voru boðuð (fyrir tilviljun) til fundarins og nýbökuð móðir hefur tilkynnt komu sína en fær ungbarnið til sín í hléum á fundinum til að gefa því að drekka. Fyrstu fréttir af Þjóðfundi 2010 og viðfangsefni hans eru væntanlegar strax um hádegisbil á laugardeginum. Á laugardagskvöldið, eftir fundinn, verður unnið úr niðurstöðum hans með það í huga að geta kynnt fyrstu niðurstöður á sunnudag.

 

Með stjórnlagaþingi og undirbúningi þess eru farnar nýjar leiðir að mótun stjórnarskrár Ísland og þjóðinni sjálfri boðið að leggja fram eigin hugmyndir strax í upphafi. Upplýsingar um fyrirkomulag Þjóðfundar um stjórnarskrá Íslands er að finna á:

www.thjodfundur2010.is  eða www.stjornlagathing.is

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is