Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2010 08:01

Umhverfisvaktin - stofnfundur í Hvalfjarðarsveit í kvöld

Hópur áhugafólks um náttúruvernd í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi hefur ákveðið að stofna félag til verndar umhverfi og lífríki Hvalfjarðar og nágrennis.  Stofnfundur Umhverfisvaktarinnar verður haldinn á Hótel Glymi í kvöld, fimmtudaginn 4. nóvember klukkan 20:30, og eru allir sem áhuga hafa á umhverfisvernd velkomnir, segir í tilkynningu frá undirbúningshópnum. Umhverfisvaktin mun beita sér fyrir því að vernda lífríkið jafnt á landi, lofti og í sjó og að tryggja að hagsmunum íbúa og komandi kynslóða sé gætt í ákvarðanatöku um allt sem varðar umhverfi mannsins.  Áhersla verður m.a. lögð á að koma á lýðræðislegum verkreglum í umhverfismálum við Hvalfjörð og tryggja gegnsæi upplýsinga, t.d. hjá stjórnsýslunni, eftirlitsaðilum, umhverfis- og skipulagsaðilum og í stóriðjuverunum á svæðinu.

Félagið er þverpólitískt og hyggst m.a. afla sérfræðilegrar þekkingar um lífríki svæðisins og deila henni með íbúum. Meðal þess sem þegar hefur verið sett á dagskrá félagsins eru; mengunarvarnir, verndun sjávar og stranda, vatnsmál, efnistaka og dýravernd. “Allt áhugafólk um umhverfi Hvalfjarðar er hvatt til að að mæta og leggja lóð á vogarskál betri framtíðar við Hvalfjörð,” segir að lokum í tilkynningu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is