Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. nóvember. 2010 02:50

Forsetinn heimsótti Borgarnes í morgun á forvarnadegi

Forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff heimsóttu nemendur 9. bekkja Grunnskólans í Borgarnesi í morgun. Tilefnið var forvarnardagurinn sem haldinn er árlega í öllum grunnskólum landsins, að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við fleiri. Dagskrá forvarnardagsins í Borgarnesi fór fram í Félagsmiðstöðinni Óðali. Kristján Þ Gíslason, skólastjóri Grunnskólans í Borgarnesi, byrjaði á því að ávarpa forsetann og krakkana og þá hélt Ólafur Ragnar ræðu. Að lokum flutti Indriði Jósafatsson, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi Borgarbyggðar ávarp. Í kjölfar þess var sýnd mynd sem forsetahjónin horfðu á með nemendum.

 

 

 

 

Þrjú mikilvæg heillaráð

Í ræðu sinni fór Ólafur Ragnar yfir það hvernig hugmyndin að þessum degi kviknaði. Í mörg ár hafi verið reynt að finna út leiðir til að forða unglingum frá fíkniefnum. Í fyrstu voru notaðar hræðsluaðferðir; löggæsla og tollgæsla hert og myndir af illa förnum líffærum vegna fíkniefnaneyslu sýndar í skólum. Þá voru fyrrverandi fíklar fengnir til að flytja erindi í grunnskólum og miðla reynslu sinni í þessum harða heimi. Nú séu hins vegar komnar í ljós mun skilvirkari aðferðir til að forða unglingum frá neyslu. Forvarnardagurinn, sem nú var haldinn í fimmta sinn, er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Þessi heilræði byggja á niðurstöðum íslenskra vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt.

Heillaráðin eru eftirfarandi:

 

- Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna.

 

- Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum.

 

- Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð.

 

Nánar verður fjallað um heimsókn forsetans í Skessuhorni í næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is