Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2010 07:01

Myndirnar hennar Margrétar til sýnis á Kúludalsa

Sýning á myndverkum Margrétar Aðalheiðar Kristófersdóttur (1920- 2004) stendur nú yfir að Kúludalsá í Hvalfjarðarsveit, en þar bjó Margrét um hálfrar aldar skeið ásamt manni sínum Þorgrími Jónssyni. Viðfangsefni Margrétar í myndlistinni voru einkum hestar, við mismunandi aðstæður og unnir í mismunandi efni. Áberandi eru birkiplattar , niðursneiddir trjástofnar úr Vaglaskógi sem hún málaði fjöldann allan af. Annað myndefni fékk að fljóta með, stöku köttur, kind, blóm eða mannvera, en oftast til að styðja við aðalmyndefnið hestinn.

Myndirnar einkennast af hógværð og hjartans einlægni. Af þeim geislar ró og friður. Virðing fyrir horfnum starfsháttum er ráðandi og sjaldnast langt í sveitarómantík. Landslag í myndunum er oftar en ekki norðlenskt en Margrét fæddist og ólst upp í Víðidal í Vestur-Húnavatnssýslu.

Sýningin stendur til 14. nóvember og er opin um helgar frá kl 14 – 17. Einnig er hægt að skoða sýninguna á virkum dögum, en vinsamlega hafið fyrst samband við Ragnheiði í síma 897-9070.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is