Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2010 08:01

Skýrsla um mikilvægi nytjaskógræktar

Nýlega kom út skýrsla nefndar um mörkun langtímastefnu íslenskrar nytjaskógræktar. Í henni kemur fram að síðustu 20 ár hefur nytjaskógrækt verið ört vaxandi búgrein sem skilar nú af sér umtalsverðum afurðum og er um leið aflmikil mótvægisaðgerð gegn uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda. “Þannig er talið að grisjun og aðrar nytjar skógræktar landshlutaverkefnanna sem þegar eru komnar í jörðu skili á næsta áratug um 7 rúmmetrum á ári að meðaltali en talan muni svo hækka jafnt og þétt og fara yfir 47 rúmmetra á ári innan 100 ára. Því til viðbótar mun borðviður falla til í verulegum mæli frá miðri öldinni og fara um aldamótin 2100 nálægt 100 rúmmetrum. Þá er kolefnisbinding nytjaskóganna talin veruleg en hún hefur verið áætluð 2,9 milljónir tonna koltvísýrings fram til ársins 2020 og nái samtals 11 milljónum tonna á næstu 100 árum,” segir í skýrslunni.

Í kjölfar efnahagshruns hefur orðið verulegur samdráttur á fjárveitingum hins opinbera til hinna landshlutabundnu skógræktarverkefna. Það er mat nefndarinnar að leita verði allra leiða til að sem minnst dragi úr skógrækt við þessar aðstæður. Með landshlutabundnum skógræktarverkefnum hefur tekist að byggja upp mikilsverða búgrein og skapa jákvæð viðhorf gagnvart skógrækt. Áratuga reynsla af verkefninu sé góð.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is