Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2010 11:22

Margir í vandræðum þegar færð spillist

Ökumenn hafa á síðustu dögum lent í vandræðum í umferðinni eftir að kólna tók og færð versnaði samhliða snjó og hálku. Þannig hafa stöðugar aðvaranir borist frá Vegagerðinni síðustu daga um erfiða færð; hálku og jafnvel ófærð á fjallvegum vestan- og norðanlands. Til marks um hvernig erfið akstursskilyrði geta komið flatt upp á ökumenn urðu fimm útafkeyrslur á stuttum vegarkafla frá Lundum að Hlöðutúni í Stafholtstungum sl. mánudag. Ekki urðu slys á fólki en tveir bílanna eru illa farnir eða ónýtir. Meðfylgjandi mynd var hins vegar tekin við hringtorgið að Akranesi í morgun en þar hafði ökumaður misst vald á bíl sínum og lagt í rúst aðvörunarskiltið. Miklar annir eru nú á dekkjaverkstæðum á Vesturlandi og sumsstaðar farið að bera á skorti á vetrardekkjum. Meðal annars er kennt um að nýverið brann stór dekkjalager í Hafnarfirði og við það hafi myndast óvænt eftirspurn hjá öðrum dekkjasölum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is