Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
04. nóvember. 2010 01:01

Lét langþráðan draum verða að veruleika

"Platan heitir eftir vinningslagi dægurlagakeppni Ungmennafélags Reykdæla sem ég sigraði árið 2007. Lagið, Mjúkar hendur, fjallar í stuttu máli um fólk sem á samleið í stutta stund en heldur síðan sína leið með töluvert breytt og betra viðhorf til lífsins en áður,” sagði Íris Björg Guðbjartsdóttir sem senn gefur út sína fyrstu plötu. Þetta er lágstemmd tíu laga gítarplata og eru átta lög eftir Írisi sjálfa. Þá semur hún einnig textana við fimm þessara laga en Björn Stefán Guðmundsson skáld frá Reynikeldu í Dölum semur fjóra. “Ég fékk hjá honum nokkur ljóð og samdi við þau lög. Síðan frumflutti ég þrjú þessara laga á Jörvagleði hér í Dölum árið 2009. Mig langaði að gera eitthvað meira við lögin og hafði svo sem velt þessu fyrir mér um nokkurt skeið. Unnsteinn sambýlismaður minn var mjög iðinn við að spyrja hvort ég væri nú ekki búin að hafa samband við Sissa, hvenær við ætluðum nú að byrja á þessu.

Það var síðan í upphafi árs sem boltinn fór að rúlla þegar ég setti mig loks í samband við Sissa að lokum og ákvað að gefa út þessa plötu. Ég hef verið með lög í smíðum í mörg ár en elsta lagið á plötunni er frá árinu 2001. Ferlið var mjög skemmtilegt og gefandi en þessi plötuútgáfa hefur verið draumur minn í nokkur ár.”

 

Sjá ítarlegt viðtal við Írisi í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is