Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2010 09:50

Flosi Einarsson hlýtur menningarverðlaun Akraness 2010

Á lokatónleikum verkefnisins Ungir – gamlir í Bíóhöllinni á Akranesi í gær voru menningarverðlaun Akraneskaupstaðar afhent. Þau hlýtur að þessu sinni Flosi Einarsson tónlistarmaður og settur aðstoðarskólastjóri í Grundaskóla fyrir framlag sitt til menningar- og listalífs á Akranesi. Frá upphafi hefur sérstök viðurkenning verið veitt í tengslum við hátíðina, en menningarverðlaun Akraness eru veitt einstaklingum, fyrirtækjum eða félagasamtökum sem skarað hafa framúr með framlagi sínu í þágu menningar- og listalífs í bæjarfélaginu.

Gunnhildur Björnsdóttir, formaður stjórnar Akranesstofu afhenti verðlaunin. Í umsögn stjórnar um verðlaunin, sem var einróma í vali sínu, segir að Flosi Einarsson hafi á undanförnum árum samið og sett á svið bráðskemmtilega söngleiki sem vakið hafa athygli víða og skapað Grundaskóla um leið sérstöðu. “Má þar nefna söngleikina Frelsi árið 2003, Hunangsflugur og villiketti árið 2005 og Draumaleit árið 2007. Með honum í þessum metnaðarfullu verkefnum voru samstarfskennarar hans í Grundaskóla og vinir, þeir Einar Viðarsson og Gunnar Sturla Hervarsson. Mörgum finnst raunar erfitt að nefna einn þeirra á nafn án þess að hafa hina tvo með. Flosi hefur einnig átt frumkvæði að verkefninu Ungir – gamlir og stýrt því ásamt fleirum.”

Þá segir að Flosi Einarsson hafi með starfi sínu með nemendum Grundaskóla vakið áhuga þeirra á sköpun og list, ekki hvað síst leiklist og tónlist. “Öruggt er að mörg ungmenni hafa haldið út í lífið með gott vegarnesti eftir samskipti sín við hann. Flosi hefur á sinn rólega og örugga hátt, hjálpað börnunum að þroska hæfileika sína og aukið metnað þeirra til að takast á við oft og tíðum flókin og krefjandi hlutverk, söng, dans og tjáningu og eflt þannig sjálfstraust þeirra og möguleika á lífsins braut. Flosi hefur aðstoðað fjölmarga tónlistarlistarmenn á gegnum tíðina, leikið undir hjá kórum og einsöngvurum, ásamt því að spila með fjölmörgum hljómsveitum,” sagði Gunnhildur formaður stjórnar Akranesstofu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is