Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2010 01:59

Bæjarráð hafnaði að gefa leyfi til rallíkeppni á Akranesi

Á fundi bæjarráðs Akraneskaupstaðar í gær var tekið fyrir erindi Jóns Þórs Jónssonar fyrir hönd Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur (BÍKR). Þar var óskað eftir að fá að halda rallíkeppni á Akranesi og átti keppnin að fara fram á morgun á og við Akranes, eins og sagt var frá í Skessuhorni vikunnar og vísað til tilkynningar frá BÍKR. Í ljós hefur komið að rallíkeppnin var kynnt án þess að tilskylin leyfi hafi verið gefin út. BÍKR sendi Akraneskaupstað beiðni þess efnis 23. september sl. að fá að halda keppnina, en erindinu var formlega ekki svarað fyrr en á fundi bæjarráðs 4. nóvember, tveimur dögum áður en keppnin átti að fara fram. Þar ákvað meirihluti bæjarráðs að hafna erindinu.

Árni Múli Jónasson bæjarstjóri sagði í samtali við Skessuhorn að augljóslega hafi vegist á hagsmunir keppenda annars vegar og íbúa hins vegar þar sem halda átti keppnina innan sem utan bæjarmarkanna. Sagði hann að það hafi verið niðurstaða meirihluta bæjarráðs að sú ímynd sem bæjarfélagið hafi haldið á lofti um fjölskylduvænt og rólegt umhverfi hafi vegið þyngst í þessari ákvörðun. Þá samræmdist það ekki vilja til að halda umferðarhraða niðri í bænum að leyfa akstursíþrótt á götum sem þverbryti slíkar reglur.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is