Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2010 03:53

Aðhalds gætt hjá Snæfellsbæ

Í Snæfellsbæ eins og mörgum öðrum bæjarfélögum er nú unnið að gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Ljóst er að róðurinn er þungur í flestum sveitarfélögum að koma saman fjárhagsáætlun, enda staða sveitarfélaganna í landinu erfið. Á dögunum var haldinn fundur með forstöðumönnum hinna ýmsa deilda Snæfellsbæjar þar sem farið var yfir stöðuna og þau atriði sem deildarstjórunum fannst nauðsynlegast að leggja áherslu á vegna næsta fjárhagsárs. Á fundinum ítrekaði bæjarstjórn að lítið yrði um peninga til skiptanna. Forstöðumenn þyrfti að vera vel meðvitaðir um þá fjármuni sem fara út og forgangsraða þannig að reynt verði að fara eingöngu í þau atriði sem bráðnauðsynleg eru. Frá þessu er greint í fundargerð frá bæjarstjórnarfundi sem haldinn var í gær.

 

 

 

Snæfellsbær hefur þótt vel rekið sveitarfélag um árabil og var efst á lista yfir draumasveitarfélög tímaritsins Vísbendingar, sem birtur var í upphafi þessa árs. Í Snæfellsbæ þekkist varla atvinnuleysi og tekjur sveitarfélagsins verið ágætar, einkum þær sem sjávarútvegurinn skaffar. Eins og fram kom í viðtali í Skessuhorni nýlega við Björn Arnaldsson hafnarstjóra í Snæfellbæ barst þar til löndunar á síðasta ári sjávarfang að verðmæti tæpir sjö milljarðar króna. Var það tæplega 6% heildaraflaverðmætis á Íslandi. Þrátt fyrir þetta hlutfall landaðs afla og tekjur sem honum fylgja þarf Snæfellsbær að gæta aðhalds í sínum rekstri á næsta ári og halda framkvæmdum í lágmarki. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is