Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. nóvember. 2010 04:48

Óréttlætinu ætlar ekkert að ljúka

„Nú heyrast sömu varnaðarorðin og heyrðust fyrir kjarasamningana á hinum almenna vinnumarkaði árið 2008. Það er að segja frá Samtökum atvinnulífsins og Seðlabankanum. Þessir aðilar kalla nú eftir að gengið verði frá hófstilltum kjarasamningum til að tryggja hér stöðugleika og flýta efnahagslegum bata,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness. Hann bendir á í grein á heimasíðu félagsins að verðbólgan hafi einungis verið 5,6% árið 2008 og áttu samningarnir á hinum almenna vinnumarkaði að tryggja að verðbólgan yrði komin niður í 2,5% örfáum mánuðum síðar.

 

 

 

„Þrátt fyrir að gengið hafi verið frá hófstilltum kjarasamningum þá varð hér algjört efnahagshrun með skelfilegum afleiðingum fyrir íslenskt verkafólk sem gat ekki borið nokkra ábyrgð á þessu hruni. Nú á að biðja þessa sömu aðila sem eru búnir að taka á sig stórfelldar hækkanir frá sveitarfélögum, ríki, tryggingarfélögum, verslunareigendum, orkufyrirtækjum og svo framvegis, að sýna skynsemi í sínum kjarasamningum og ganga frá afar hófstilltum launahækkunum. Óréttlætinu ætlar með öðrum orðum ekkert að ljúka og það á að halda áfram að varpa öllum vandanum viðstöðulaust yfir á íslenska launþega,“ segir Vilhjálmur Birgisson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is