Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. nóvember. 2010 11:25

Vill ekki verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst

Magnús Árni Magnússon rektor Háskólans á Bifröst segist ekki ætla að verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst og vill að skólinn dragi sig út úr sameiningarviðræðum við Háskólann í Reykjavík, en slíkar viðræður hafa staðið yfir síðustu tvo mánuði og helgast af niðurskurði á fjárframlögum frá ríkinu upp á 8% til skólanna og þröngri fjárhagsstöðu þeirra. Í fréttum Ríkisútvarpsins um helgina kom fram að á meðal þess sem viðræður fulltrúa skólanna hafi skilað er að til greina komi að við sameinguna verði öll háskólakennsla flutt frá Bifröst og til HR í Reykjavík, en á Bifröst yrði þá eingöngu frumgreinadeild og styttri námskeið. Magnús Árni er afar ósáttur við að sameiningarviðræðurnar hafi skilað þessari niðurstöðu.

„Auðvitað hugnast mér þetta bölvanlega. Ég hef tekið þá afstöðu að ég ætla ekki verða rektorinn sem leggur niður háskólastarf á Bifröst þannig að ég mun leggja það til að við drögum okkur út úr þessum viðræðum.”

 

Magnús Árni segist vilja skoða aðrar leiðar til að tryggja að Háskólinn á Bifröst geti starfað áfram, en hann óttast að viðræðurnar sé komnar svo langt að erfitt verði að snúa til baka. Í viðtali í gærkvöldi í RÚV sagði hann að til greina kæmi að hefja viðræður við Landbúnaðarháskóla Íslands um sameiningu við Háskólann á Bifröst. Endanleg ákvörðun um hvort Háskólinn á Bifröst slíti viðræðum við HR, eða gangi til samstarf með fyrrgreindum afleiðingum, er í höndum stjórnar skólans. Magnús vonast til þess hún taki undir með honum og slíti viðræðunum við HR.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is