Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
08. nóvember. 2010 11:22

Ójafn nágrannaslagur í körfunni

Víkingur Ólafsvík tók á móti nágrönnum sínum Íslands- og bikarmeisturum Snæfells úr Stykkishólmi í 32ja liða úrslitum Powerade bikarsins í körfuknattleik í gær. Leikurinn var ójafn frá fyrstu mínútu enda meistararnir úr Hólminum nokkrum númerum stærri en nýliðarnir í annarri deild. Mæting var þó góð á leikinn og flykktust Hólmararnir til Ólafsvíkur að þessu tilefni.  Fyrir leikinn var víst að hér væri Davíð að mæta Golíat. Snæfell mætti ákveðið til leiks og skoruðu leikmenn þess fyrstu fimm stigin. Eftir fyrsta leikhluta voru gestirnir með 21 stigs forystu, 10-31, og í hálfleik var munurinn orðinn 40 stig, 26-66. Svo fór að leikurinn endaði í 45-129 og Snæfellingar því komnir áfram í 16 liða úrslit bikarsins þar sem þeir eiga titil að verja. Þrátt fyrir litla spennu í leiknum skemmtu áhorfendur sér vel og voru ýmsar uppákomur á vellinum í leikhléum og hálfleik.

 

 

Vegna veikinda lék Bandaríkjamaðurinn Ryan Amoroso ekki í liði Snæfells að þessu sinni en atkvæðamestur í Snæfellsliðinu var Jón Ólafur Jónsson með 31 stig og níu fráköst. Þá var Daniel Ali Kazmi með 16 stig og fjögur fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson með 14 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar og Atli Rafn Hreinsson gerði 13 stig og tók átta fráköst. Þess má geta að allir leikmenn Snæfells komust á skorblað utan fyrirliðans Pálma Freys Sigurgeirssonar sem þó átti fimm fráköst, þrjár stoðsendingar og fjóra stolna bolta.

Í liði Víkings var Jens Guðmundsson atkvæðamestur með 13 stig og þrjá stolna bolta og þá gerðu Hjörtur Guðmundsson og Guðlaugur Mímir Brynjarsson sex stig hvor og tóku sitthvor fimm fráköstin. Sömu söguna var að segja hjá Víkingum, allir leikmenn komust á blað utan eins, Ara Bents Ómarssonar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is