Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2010 09:01

Skyr og Hleðsla vinna til verðlauna

Dagana 2.–4. nóvember síðastliðinn fór fram samkeppni milli norrænna mjólkurvara („Scandinavian dairy contest“).  Samkeppnin fór fram á Mjólkurvörusýningunni í Herning í Danmörku en keppnin fer fram annað hvert ár. Til að meta hvaða vörur skara fram úr eru teknir fyrir þættir eins og samsetning, bragðgæði og útlit vörunnar. Alls bárust í keppnina 1600 vörur frá Norðurlöndunum. Mjólkursamsalan sendi nokkuð úrval af vörum í samkeppnina og var þetta í 9. sinn sem íslenskur mjólkuriðnaður tekur þátt í henni. Vörur frá MS voru sigursælar á þessu móti en Skyr.is, Hleðsla og Ab-drykkur hrepptu gullverðlaun í sínum flokkum.

„Það er mjög ánægjulegt hversu vel gekk í keppninni og gaman að sjá hversu frábæra fagmenn íslenskur mjólkuriðnaður á“,  segir Jón Axel Pétursson, framkvæmdastjóri sölu- og markssviðs MS.  „Skyr.is með jarðarberjabragði vann sinn flokk og fékk gullverðlaun og þar að auki heiðursverðlaun. Aðrar vörur frá MS áttu einnig góðu gengi að fagna en samtals fengu vörur MS 34 verðlaun, þar á meðal má nefna að LGG+ smáskammtarnir og Benecol fengu silfurverðlaun, Ostakaka með hindberjum hlaut bronsverðlaun auk þess sem allar bragðtegundir af KEA skyrdrykk fengu verðlaun. Nokkrir ostar voru einnig verðlaunaðir en þar má nefna Höfðingja og Gullost, Gouda ost, Gotta og Maríbó ost”  segir Jón Axel að lokum.

-fréttatilkynning

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is