Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2010 08:01

Vetrarhátíð í Landnámssetrinu næsta fimmtudagskvöld

Fimmtudaginn 11. nóvember klukkan 20 verður efnt til Vetrarhátíðar í Landnámssetrinu í Borgarnesi.  Þar gefst fólki kostur á að kynna sér það fjölbreytta úrval vöru og þjónustu sem hentar til jólagjafa og er að finna í heimabyggð. Í boði verða léttar veitingar og smakk, tískusýning, tónlistaratriði, rúnalestur, vörukynningar, happdrætti og fleira.

Að vanda er það Jóhanna Harðardóttir sem les í rúnir í hinu kyngimagnaða andrúmslofti í kjallara Pakkhússins. Þorvaldur í Brekkukoti leikur lög af nýútkomnum diski, Steinar Berg les úr nýjustu bók sinni, Gæðakokkar og Erpsstaðabændur gefa smakk og Mekka býður upp á jólalegan fordrykk.  Ýmis tilboð og afslættir verða í boði og hægt að gera góð kaup. Glæsilegir happdrættisvinningar.

Í Arinstofu verður tilboð, frá klukkan 18:30, á rjúkandi heitri og ljúffengri Gulrótahvítlauks-engiferssúpu ásamt nýbökuðum og ilmandi brauðhleifi á 950 krónur.

 

Þetta er í fjórða sinn sem efnt er til slíkrar samkomu – hingað til hefur verið húsfyllir og mikil og góð stemning, segir í fréttatilkynningu. Aðgangur er ókeypis – en greiða þarf fyrir rúnaspá.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is