Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2010 11:01

Frábær árangur karatekonu af Skaganum

Aðalheiður Rósa Harðardóttir 17 ára Skagakona náði frábærum árangri og stóð sig best íslensku keppendanna á Stockholms Open í karate um síðustu helgi. Aðalheiður vann til fernra verðlauna. Hún hlaut gullverðlaun fyrir einstaklingskata og hópkata, ásamt Kristínu Magnúsdóttur og Svönu Kötlu Þorsteinsdóttur í junior flokki. Þá vann Aðalheiður silfur í hópkata og brons í einstaklingskata í flokki fullorðinna.

Mótið í Svíþjóð var mjög sterkt, um 650 þátttakendur frá 12 löndum og voru 35 íslenskir keppendur á mótinu. Alls unnu íslenskir karatemenn og konur til 27 verðlauna á mótinu. Auk Aðalheiðar stóð Davíð Freyr Guðjónsson úr Breiðabliki sig mjög vel og vann hann gull í flokki kadet auk tveggja bronsverðlauna.

Auk þeirra tveggja þá vannst gull í hópkata drengja 11-13 ára og í liðakeppni í kumite kvenna. Árangurinn á mótinu nú var betri en fyrir ári, enda mun landsliðshópurinn hafa lagt mikið á sig við æfingar síðasta árið.

 

Aðalheiður, sem hefur æft með Karatefélagi Akraness í átta ár, hefur áður unnið til verðlauna á mótum erlendis. Hún varð m.a. í þriðja sæti á síðasta Norðurlandamóti og vann til gull- og bronsverðlauna á Malmö Open síðastliðið vor. Hún hefur verið í landsliðinu í karate í þrjú ár. Framundan er Íslandsmót fullorðinna í kumite um næstu helgi og fer það fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Eftir áramót eru svo nokkur mót utan landssteina. Það síðasta er Norðurlandameistaramótið sem fram fer í Tampere í Finnlandi  um miðjan apríl.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is