Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. nóvember. 2010 04:09

Ökumenn í símanum og án bílbeltis

Samkvæmt könnunum sem tryggingafélagið VÍS framkvæmdi í liðnum mánuði talar nær tíundi hver ökumaður í Reykjavík í síma án handfrjáls búnaðar og svipað margir nota ekki bílbelti. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa hefur notkun síma við akstur átt þátt í alvarlegum slysum og banaslysum hér á landi en erlendar rannsóknir sýna að þeir sem tala í síma við akstur eru fjórfalt líklegri en aðrir til að lenda í slysi. Árið 2001 voru sett lög hérlendis sem leyfa ökumönnum að tala í síma og aka svo fremi að handfrjáls búnaður sé notaður. Rannsóknir sem gerðar hafa verið síðustu ár sýna að handfrjáls búnaður breytir þó engu um slysahættu. Það sem eykur hættu á slysum er að athyglin beinist frá akstrinum að samtalinu, fremur en að önnur höndin sé upptekin við að halda símanum upp við eyrað.

Þá sýna tölur Rannsóknarnefndar umferðarslysa að 45% þeirra sem létust á árunum 2005 til 2009 við útafakstur bifreiða köstuðust að hluta til eða alveg út úr farþegarýminu. Nefndin telur jafnframt að á árunum 2000-2009 hefðu 43 ökumenn og farþegar mögulega lifað slys af hefðu þeir notað bílbelti og að fækka megi alvarlega slösuðum um allt að 20 á ári ef allir ökumenn og farþegar notuðu bílbelti.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is