Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2010 11:32

Setur á markað lúpínuseyði eftir uppskrift frá föður sínum, Ævari Jóhannessyni

Hjónin Ævar Jóhannesson og Kristbjörg Þórarinsdóttir suðu í áratugi lúpínuseyði á heimili þeirra í Kópavogi og gáfu það fólki með alvarlega sjúkdóma, mest þó krabbameinssjúklingum. Ævar þróaði lúpínuseyðið undir lok níunda áratugarins og svo fór að ásókn í það var umfram það sem þau hjón náðu að anna með framleiðslu á heimili þeirra og var þá ákveðið að gefa aðeins seyðið því fólki sem væri alvarlega veikt af sjúkdómum. Rannsóknir á virkni lúpínuseyðisins benda til þess að það styrki ónæmiskerfi líkamans og því ekkert sem mælir gegn töku þess fyrir heilbrigða sem sjúka.  Almenningur hefur í gegnum tíðina kunnað vel að meta hina miklu elju og fórnfýsi þeirra hjóna og látið það í ljósi með ýmsum hætti. En Ævar og Kristbjörg eru nú orðin fullorðin og fluttu fyrir þremur árum í minna og hentugra húsnæði og hættu um leið vinnslu lúpínuseyðisins. Dóttir þeirra hjóna, Sigríður Ævarsdóttir á Stað í fyrrum Borgarhreppi, hefur hins vegar tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, ef svo má segja. Hún hefur síðasta árið unnið að áframþróun vörunnar með það fyrir augum að auðvelda vinnslu og dreifingu hennar og gera lúpínuseyðið á ný aðgengilegt þeim sem vilja láta reyna á gæði þess.

Nýlega fór hún síðan með í nokkrar verslanir fyrstu pakkningarnar af vörunni sem hún nefnir Lúpínuseyði Ævars, til heiðurs föður sínum og frumkvöðlinum og eftir uppskrift hans. Um er að ræða þurrkað og malað hráefni sem fólk getur keypt í hentugum pakkningum og soðið sjálft heima í eldhúsi. Blaðamaður hitti Sigríði á nýju heimili hennar fyrir skömmu og fékk að forvitnast nánar um frumkvöðlastarf hennar.

 

Viðtal við Sigríði er í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is