Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2010 04:01

Gömul saga í nýjum búningi

Það lá töluverð eftirvænting í loftinu þegar gestir á pakkhússlofti Brúðuheima í Borgarnesi biðu síðdegis á laugardaginn eftir því að sýning hæfist. Í enda salarins blasti leikmyndin við; íslensk sveit með fjöllum, ánni, burstabænum ásamt sauðfé í haga og heimiliskúnni norpandi í hlaðvarpanum. Leikmyndin ein og sér var sannkallað listaverk og hægt að dunda sér lengi við að skoða hana, öll unnin úr litaðri og þæfðri ull. Það var í þann mund að hefjast fyrsta frumsýning í leikhúsi Brúðuheima, en það var ný leikgerð Bernds Ogrodniks á ævintýrinu um Gilitrutt. Bernd hafði fengið Benedikt Erlingsson leikstjóra til liðs við sig en sá síðarnefndi er hreint ekki óvanur pakkhúsloftum í Borgarnesi. Saman hafa þeir gert stórgóða sýningu sem vafalaust á eftir að njóta mikilla vinsælda.

Þjóðsagan um skessuna ógurlegu og bóndakonuna sem vildi sleppa auðveldlega frá skyldum sínum og ábyrgð er fyrir löngu orðin ein af sígildum sögum okkar. Þetta er vel skrifuð saga og á kannski aldrei betur við en nú í okkar samtíma þegar þjóðfélagið tekst á við það risastóra verkefni að endurmeta gildi sín.  Sagan segir frá bóndakonunni Freyju sem er löt til verka og sérlega sérhlífin og lendir af þeim sökum í klónum á Gilitrutt. Af þeim samskiptum lærir hún að taka ábyrgð á verkum sínum og gjörðum. Kaflar í sýningu Bernds eru náttúrlega hrein snilld eins og búast mátti við af þessum mikla listamanni sem kaus að setjast að í Englendingavík og byggja upp þennan ævintýraheim ásamt Hildi konu sinni og fleiru góðu fólki. Þetta líf sem þau hafa nú fært í gömlu kaupfélagshúsin í víkinni er skemmtilega öðruvísi en allt annað og ein af fallegu rósunum í hnappagati Borfirðinga í dag.

 

Sjá nánar umfjöllun um Gilitrutt í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is