Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2010 03:01

Hrygningartími kræklings getur verið mismunandi

Vegna umfjöllunar um kræklingarækt í Króksfirði, sem var í Skessuhorni fyrir skömmu, vill Guðrún Þórarinsdóttir líffræðingur, sem kom við sögu í greininni, koma á framfæri smá fróðleiksmolum. Þeir eru um hrygningu og kjötinnihald kræklings eftir árstímum, en um það skolaðist eitthvað til í umræddri grein í meðförum blaðamanns. Guðrún segir að kræklingur hrygni yfir sumartímann í mánuðunum júní-júlí. Hrygningartíminn og lengd hans geti verið mismunandi á milli svæða og milli ára á sama svæði.  „Eftir hrygninguna er kjötinnihaldið lítið í skelinni, en eykst jafnt og þétt fram á haust þar sem kræklingurinn er nú að safna forðanæringu fyrir veturinn. Er mesta forða náð í október. Yfir vetrarmánuðina er yfirleitt lítið um fæðu fyrir skelina og gengur því á næringarforðann sem notaður er til viðhalds og myndunar kynfruma en þær fara að myndast í byrjun árs. Það vorar í sjónum í mars-maí eftir svæðum.

Með vorkomunni eykst fæðumagnið og kræklingurinn eykur við kjötinnihald sitt sem nú er bæði forðanæring í formi sykra og kynfruma. Rétt fyrir hrygninguna er kjötinnihaldið hátt enda skeljarnar fullar af kynfrumum, það er svilum og eggjum,“ segir Guðrún Þórarinsdóttir líffræðingur og sérfræðingur í skeldýrum hjá Hafrannsóknastofnun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is