Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. nóvember. 2010 12:28

Almenn ánægja með Rökkurdaga

“Hátíðin tókst mjög vel, við vorum með marga skemmtilega viðburði og það var mikið um að vera. Vel var mætt á flesta viðburði og þeir sem sóttu hátíðina fóru góðum orðum um hana. Ég held ég geti fullyrt að það sé almenn ánægja með Rökkurdaga í ár,” sagði Jónas Víðir Guðmundsson markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar sem skipulagði hátíðina.

Hann segir einna hæst bera opnunartónleikana í Samkomuhúsi bæjarins sem haldnir voru á vegum Tónlistarskóla Grundarfjarðar og Leikklúbbs Grundarfjarðar en þar var troðfullt hús og mikið fjör. “Svo var Gunnar Þórðarson með tónleika á sunnudaginn en verstu fréttirnar eru að ég missti af þeim. Á laugardeginum var stórskemmtileg tískusýning í Samkomuhúsinu frá Rauða krossbúðinni okkar. Þetta var í sambandi við sérstakt söfnunarátak sem var hjá Rauða krossinum þar sem fólk var hvatt til að gefa notuð föt, sem ekki er þörf á lengur, til samtakanna.

Þá var vel heppnuð salsaveisla á hótelinu þar sem einnig var fullt hús og Kráarviskan, eða Pub Quiz, var einstaklega vel sótt og skemmtileg enda vann ég,” sagði Jónas að lokum og hló. Ýmsir aðrir viðburðir voru í boði og heppnuðust þeir allir mjög vel.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is