Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2010 09:01

Kútternum verði komið í skjól

Framkvæmdanefnd um framtíð kútters Sigurfara hefur lagt til að strax verði gripið til aðgerða til að stöðva frekari skemmdir á skipinu og koma því í skjól. Jafnframt sé brýnt að verja bátana á Safnasvæðinu að Görðum með sama hætti. Þá hefur verið ákveðið að fella mastur kúttersins. Framkvæmdanefndin leggur til að komið verði upp skýli á Safnasvæðinu þar sem Sigurfara og öðrum bátum Byggðasafnsins verði komið í skjól, þar sem einnig verði unnt að dytta að þeim. Bæjarráð Akraness hefur vísað erindinu til efnilegrar umræðu vegna gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar á eftir að fjalla um málið.

 

 

 

 

Eins og fram hefur komið í Skessuhorni er nú unnið að framtíðarplönum varðandi varðveislu kútters Sigurfara, m.a. er vilji til að breyta samningi varðandi styrk frá menntamálaráðuneytinu. Breyting á samningnum felst aðallega í því að kútterinn verði lagfærður í sýningarhæft ástand, en ekki siglingarhæft eins og núgildandi samningur gerir ráð fyrir.  Í greinargerð framkvæmdanefndarinnar segir að ástand kúttersins hafi versnað frá því síðasta úttekt var gerð, það var 26. apríl 2007. „Allt hnígur því að þeirri augljósu staðreynd að verði ekkert að gert verður kútternum ekki bjargað. Það er samdóma álit starfshópsins að ekki sé tímabært að ákveða endanlega með hvaða hætti skuli endurbyggja kútterinn og ekki heldur að afgera hvort ástand hans sé svo slæmt að ekki verði úr bætt,“ segir í greinargerðinni.

 

Framkvæmdanefndin, undir forsæti Gísla Gíslasonar, áætlar að varðveislu kúttersins langtímaverkefni sem að líkindum mun taka einhver ár. Sá tími verði mun lengri en kútterinn þoli óvarinn. Framkvæmdanefndin gerir þá tillögu til eigenda kúttersins, Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar, að nú þegar verði byggt bráðabirgðaskýli yfir hann á Safnasvæðinu, það verði ódýrara en flytja skipið. Lagt er til húsgrind skýlis verði áklædd dúk og það verði 30 metrar að lengd, 12 metrar á breidd og 7 metrar á hæð. Áætlaður kostnaður við byggingu skýlisins er 10-15 milljónir króna og að það þurfi að endast í allt að 15 ár meðan unnið verður að endurbótum á kútter Sigurfara.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is