Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2010 09:51

Kærkomin stig í Hólminn

Snæfellsstúlkur tóku á móti Grindavík í Stykkishólmi í Icelands Express deild kvenna í körfuknattleik í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru liðin jöfn stiga, bæði aðeins búin að vinna einn leik á tímabilinu. Sade Logan, Berglind Gunnarsdóttir og Björg Guðrún Einarsdóttir fóru mikinn fyrir Snæfellsliðið sem sigraði í leiknum 65-51 eftir spennandi og jafna keppni.  Leikurinn einkenndist af varfærni og spennu en hvorugt liðið var að nýta skotin sín vel og var því lítið um skor. Það var þó þriðji leikhlutinn sem skildi liðin að en Snæfell gerði í honum 20 stig á móti níu stigum Grindavíkur. Staðan fyrir lokafjórðunginn var 44-35 Snæfellsstúlkum í vil. Þær héldu forystunni út fjórða leikhluta, leyfðu gestunum aldrei að komast almennilega inn í leikinn á ný, og sigruðu að lokum 65-51.

 

 

 

 

Stigahæst í liði Snæfells var bandaríski leikmaðurinn Sade Logan með 18 stig, fimm fráköst og fjórar stoðsendingar. Berglind Gunnarsdóttir skoraði 17 stig, þrjú fráköst og þrjár stoðsendingar og þá gerði Björg Guðrún Einarsdóttir 12 stig, fjórar stoðsendingar og stal fimm boltum. Í Grindavíkurliðinu var Agnija Reka atkvæðamest með 13 stig, 14 fráköst og þrjá stolna bolta. Snæfell er nú komið upp í sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig, upp fyrir Grindavík og Fjölni sem sitja í fallsætum.

 

Næsti leikur er heimaleikur á móti Hamarsstúlkum laugardaginn 20. nóvember.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is