Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. nóvember. 2010 10:35

Sumarhúsaeigendur bregðast við innbrotum

Lögreglunni í Borgarfirði og Dölum bárust tíu tilkynningar um innbrot og þjófnaði í sumarbústaði í umdæminu á  næstum jafnmörgum dögum frá síðustu mánaðamótum. Theodór Þórðarson yfirlögregluþjónn telur að enn séu ekki öll kurl komin til grafar eftir innbrotahrinu um síðustu helgi. Hann segir að félög sumarhúsaeigenda séu farin að funda vegna tíðra innbrota og varnir gegn þessari vá. „Byrjað er að loka af heilu svæðin með aðgangsstýrðum hliðum og einnig hefur öryggiskerfum í bústöðum fjölgað sem og myndavélum sem mynda þá sem um hverfin fara. Lögreglan hefur verið fylgjandi því að fólk taki sig saman um að verjast óboðnum gestum með þessum hætti og hefur einnig hvatt til aukinnar nágrannavörslu sem er besta vörnin.

Það kemur illa við fólk að koma að sínum griðastöðum í sveitinni öllum sundurtættum og skemmdum. Oft er skemmt fyrir miklu meiri upphæðir en sem nemur því sem stolið er á hverjum stað.  Það er slæmt ef fólk missir öryggistilfinningu á sínum heimilum og öðrum dvalarstöðum,“ segir Theodór yfirlögregluþjónn í Borgarnesi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is