Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. nóvember. 2010 02:03

Snæfellingar skelltu sér á toppinn

Snæfellsliðið stöðvaði sigurgöngu Grindavíkur þegar Suðurnesjamenn komu í heimsókn í Hólminn í gærkveldi, fimmtudagskvöld. Með sigrinum skelltu Snæfellingar sér á toppinn í IE-deild karla. Liðin eru nú efst með 10 stig eftir sex leiki. Stjarnan getur náð sömu stigatölu í kvöld þegar Tindastólsmenn leika í Garðabænum.

Boðið var upp á hörkukörfubolti í Fjárhúsinu, grimma vörn á báða bóga og skytturnar fengu ekki mikinn frið til athafna. Leikurinn var mjög jafn fyrsta leikhlutann. Heimamenn náðu síðan frumkvæðinu og voru með sjö stiga forystu í leikhléinu 39:32. Grindvíkingar mættu grimmir til seinni hálfleiks og náðu með mikilli baráttu að komast yfir 50:49. En það virtist fara of mikill kraftur í þennan kafla hjá gestunum og Snæfell tók mikinn kipp og var staðan 65:51 fyrir þá við byrjun seinasta leikhluta.

Heimamenn héldu stemningunni og voru til að mynda með stöðuna 76:58 þegar lokakaflinn var hálfnaður. Þrátt fyrir seiglu og góðan sprett gestanna, tókst Snæfellingum að innbyrða öruggan sigur 79:71.

Sean Burton var atkvæðamikill hjá Snæfelli, skoraði 23 stig, tók 5 fráköst og átti 4 stoðsendingar. Pálmi Freyr Sigurgeirsson skoraði 18, tók 4 fráköst og átti 6 stoðsendingar. Jón Ólafur Jónsson gerði 16 stig, tók 10 fráköst og átti 5 stoðsendingar. Ryan Amoroso skoraði 11 stig og tók 13 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson gerði 6 stig og tók 4 fráköst. Emil Þór Jóhannsson 3 stig og 4 stoðsendingar og Kristján Pétur Andrésson skoraði 2 stig. Hjá Grindavík var Páll Axel í broddi fylkingar með 20 stig og 7 fráköst.

 

Næsti leikur Snæfells í IE-deildinni verður í Seljaskóla nk. sunnudagskvöld gegn ÍR-ingum sem eru neðarlega í deildinni og þurfa nauðsynlega á sigri að halda.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is